Síðdegisútvarpið

6.maí

heyrum við fréttir af því erfitt orðið hótelherbergi og bílaleigubíla í sumar. Allt orðið uppbókað og á mörgum svæðum ekki ekki hægt neina gistingu í júní, júlí og ágúst og mikill skortur á bílaleigubílum. Útlit er fyrir mikið annríki í ferðaþjónustunni í sumar og við fáum til okkar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóra samtaka ferðaþjónustunnar og spyrjum hann út í stöðuna.

Úrslitarimman í körfubolta hefst í kvöld þegar Tindastólsmenn heimsækja Valsmenn í fyrsta leik, en vinna þarf þrjá leiki til vinna Íslandsmeistaratitilinn. Stemmingin í úrslitakeppninni hefur vaxið með hverjum leik og er óhætt segja það mikil eftirvænting fyrir leik kvöldsins.

Dagur Þór Baldvinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Svali Björgvinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Vals koma til okkar á eftir.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, ljóðskáld og myndlistarmaður kemur til okkar og spjallar við okkur í dagskrárliðnum föstudagsgesturinn. Hvað er frétta af Bjartamari, við komumst því hér á eftir.

Á morgun mun Borgarsögusafn Reykjavíkur opna nýja sýningu í Aðalstræti 10.

Hin nýja sýning teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10.

Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu til samtímans.

Helga Maureen sýningastjóri og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur.

Annað kvöld á Dalvík verður diskótek sem stýrt verður frá Filipseyjum, þetta hljómar frekar undarlega en viðburðurinn mun fara fram á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur og Helgi.

Aðalheiður Símonardóttir veit allt um málið, við hringjum til Dalvíkur síðar í þættinum.

En eru aðeins örfáir dagar þar til Systur stíga á svið fyrir Íslands hönd í Euorvison. Í símanum er fararstjóri,hópstjóri og liðsstjóri íslenska hópsins en það er sjálfssögðu hann Felix Bergsson sem staddur er í Tórínó á Ítalíu.

Birt

6. maí 2022

Aðgengilegt til

6. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.