Síðdegisútvarpið

4. maí

Samkvæmt tölum Húsnæðis og mannvirkja stofnunar eru 32.000 þinglýstir húsaleigusamingar á Íslandi en stofnunin áætlar rúmlega 60% allra húsaleigusamninga séu þinglýstir. Það þýðir fjöldi heimilia á leigumarkaði eru í kringum 45.000.

Samtök leigjenda á Íslandi segja sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fyrst og fremst hverfast um neyðarástand á húsnæðis- og leigumarkaði. Samtökin segja leigjendur hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár með síhækkandi leiguverði, miklu óöryggi og versnandi félagslegri stöðu leigjenda.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda kemur til okkar á eftir.

Á næstu vikum er fyrirhugað opna 40 veitingastaði í Reykjavík. Þarna verður finna mathallir nokkrar og svo bara mikla og fjölbreytta flóru annara staða. Þetta hljómar spennandi nema hvað það er ekki útséð með hvort starfsfólk fáist til starfa á stöðunum ? Sérstaklega stefnir í skort á matreiðslumönnum. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT sem eru samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kemur til okkar á eftir og fer yfir þetta mál.

Ítalskar herþotur verða við æfingar á Egilsstaðaflugvelli næstu daga. Ítölsk flugveit kom til landsins í byrjun síðustu viku með fjórar F-35 orrustuþotum og 135 liðsmenn sem verða hér við loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins til föstudags. Þetta er í sjötta sinn sem Ítalír leggja bandalaginu til flugsveit en þeir gerðu það síðast árið 2020. Sveinn H Guðmarsson upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins verður á línunni hjá okkur á eftir.

Ingibjörg Hanna Pétursdóttir er búsett í Hollandi þar sem hún starfar sem textilhönnuður undir merkinu Hanna Felting. Við ætlum hringja til Hollands og heyra í Hönnu og spyrja hana út í Risaprjón námskeið sem halda á á laugardaginn hér í Reykjavík. Þú þarft ekki kunna prjóna til fara á námskeiðið en fullyrt er þú munir á nokkrum klukkutímum kunna Risaprjóna pullur, púða og teppi.

Árný Fjóla verður stigakynnir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár. Árný Fjóla er í Gagnamagninu sem tók þátt í Eurovision í Rotterdam í fyrra með lagið 10 years. Lagið var samið til hennar og tileinkað sambandi hennar og eiginmanns hennar Daða Freys. Lagið lenti í 4. sæti í fyrra sem er þriðji besti árangur Íslands í keppninni til þessa.

Árný Fjóla er á línunni.

Birt

4. maí 2022

Aðgengilegt til

4. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.