Síðdegisútvarpið

3.mai

Margir hafa kviðið komu lúsmýs til landsins nánast síðan þær kvöddu seint síðasta haust. En haldið ykkur fast, töluverð aukning hefur orðið á maurum á landinu. Þessir nýju íslendingar eru af tegundinni blökkumaur, faraómaur og eldmaur, svo eigum við náttúrlega maur hérna sem heitir húsamaur. Við heyrum í meindýraeyðinum Guðmundi Óla Scheving í þættinum hjá okkur á eftir.

Í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði beitir VAXA Technologies nýjustu tækni við rækta smáþörunga til manneldis. E2F (Energy to Food) tækni félagsins var sniðin aðstæðum við Hellisheiðarvirkjun hvar hingrásarkerfi og endurvinnsla eru nýtt í þaula, og því eru hverfandi umhverfisáhrif af framleiðslunni en eini úrgangur frá verksmiðjunni er súrefni. Þetta hljómar flókið og er það kannski eða hvað ? Kristinn Hafliðason er maðurinn á bak við tjöldin hjá VAXA hann segir okkur þessu ævintýri í þættinum.

Urður Pálína Reynisdóttir kvaddi þennan heim á öðrum degi jóla 2021 þegar hún tók sit eigið líf einungis 22 ára gömul. Aðstandendur Urðar hafa ákveðið efna til tónleika í hennar nafni til styrktar Píeta samtökunum en þau reyndust Urði afar vel fyrir nokkrum árum síðan og hafa veitt fjölskyldu og vinum hennar stuðning eftir hún féll frá. Tónleikarnir verða á Húrra á fimmtudaginn og fram koma Ham, Lucy in Blue, Forsmán og Sucks to be you, Nigel. Reynir Reynirsson faðir Urðar og Björn Blöndal meðlimur HAM mæta til okkar á eftir.

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mikill vöxtur hjá íslenskum bókaútgefandum og lestur er stóraukast. Rafbókin er líka í mikilli sókn en hjá Storytel jókst sala á rafbókum um 400% milli ára og er enn í miklum vexti. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi kemur til okkar á eftir og ræðir við okkur um þessi mál.

Keppnin Bakgarður 101, langhlaup út í náttúrunni fór fram um helgina en þar hlupu þátttakendur sama hringinn, 6,7 kílómetra, sem oftast. Þátttakendur höfðu klukkustund til klára hvern hring og hlaupið fór fram í Öskjuhlíðinni og stóð yfir í 43. klukkustundir. Hver hlaupari hljóp sem sagt meira en 280 kílómetra. Langhlauparinn Mari Jaersk sigraði en Þorleifur Þorleifsson varð í öðru sæti. Hann kemur til okkar og segir okkur frá þessu brjálæði.

Birt

3. maí 2022

Aðgengilegt til

3. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.