Síðdegisútvarpið

29.apríl

Aðfararnótt mánudags bilaði fyrstigeymslan hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hafa starfsmenn þurft hafa hraðar hendur til bjarga sýnum sem þar voru geymd. Hvernig hefur gengið síðan og tókst bjarga öllum sýnum ? Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri stofnunarinnar segir okkur allt um það hér á eftir.

Sumarið 2019 réri Veiga Grétarsdóttir rangsælis í kringum Ísland, eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður. Það var gerð heimildarmynd um það ferðalag ásamt hennar lífi og því ferli sem hún gekk í gegnum sem transkona. Það var eitt sem setti skugga á þetta ferðalag og var það allt ruslið sem varð á vegi hennar en hún stóð alltaf í þeirri meiningu Ísland væri hreint land en komst hinu gagnstæða. Hún ákvað í lok ferðarinnar hún yrði gera eitthvað í málunum og hún kemur til okkar á eftir og segir okkur frá næstu skrefum.

Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, Guðmundur Jónsson, fagnar 60 ára afmæli með stórtónleikum í Háskólabíói, 22 október n.k. Guðmundur, sem er hvað þekktastur fyrir veru sína í hinni ástsælu hljómsveit Sálinni hans Jóns mín, ætlar flytja þar úrval sinna bestu laga í gegnum tíðina, ásamt stórskotaliði úr íslensku tónlistarsenunni. Gummi var ekki bara í Sálinni en hann var líka í Kikk, hann var í Pelican um tíma, Zebra og nýlega í GG Blús. Guðmundur kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Morgungöngur Ferðafélags Íslands standa yfir alla næstu viku. Þá er gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur kl. 06 morgni. Morgungöngur eru ókeypis og allir eru velkomnir. Við ætlum hringja í Pál Ásgeir Ásgeirsson sem veit allt um málið, og ræða við hann um fyrirkomulagið og upplýsingar um á hvaða fjöll á ganga.

46. öldungamót Blaksambands Íslands er haldið þessa dagana í Kórnum í Kópavogi. Blakmótið hefur yfirskriftina Suðboltarnir 2022 og er án efa eitt skemmtilegasta íþróttamót landsins. Pétur Örn Magnússon veit meira um málið og hann verður á línunni.

En við byrjum á diskóteki sem haldið verður á hjara veraldar í kvöld og á morgun nánar tiltekið á Þingeyri í símanum er Birta Bjargardóttir

Frumflutt

29. apríl 2022

Aðgengilegt til

29. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.