Síðdegisútvarpið

28.apríl

Einar Torfi Finnsson leiðsögumaður er staddur á Grænlandsjökli með hópi af Íslendingum en þau lögðu af stað í ferðina sl. fimmtudag. Þau eru í vesturátt sem er gagnstæð átt við leiðangur Vilborgar Örnu og það verða semsagt 13 íslendingar á leið yfir jökul í einu og stefnt því hittast því sem næst við hábungu jökuls. Við ætlum freista þess í Einar á eftir og heyra hvað á dagana hefur drifið.

Davíð Bergmann Davíðsson hefur lengi starfað með ungu fólki í gegnum tíðina og var hann ansi áberandi Útideildinni sem var á vegum Unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fyrir bráðum þremur áratugum síðan. Í gær skrifaði Davíð skoðun sína í grein sem var birt á vísi.is undir nafninu Bara við gætum komið vírus í afbrotaforritið hjá þeim? Hún fjallar um það hvernig gera betur varðandi ungmenni sem eiga erfitt með fóta sig. Davíð mætir til okkar á eftir með hugmyndir sínar.

Vitjanir er þáttaröð sem er á sunnudagskvöldum á RÚV. Þættirnir gerast í smábænum Hólmafirði. Kolbrún Anna Björnsdóttir og Vala Þórsdóttir eiga söguna (ásamt Evu Sigurðardóttur leikstjóra), einnig skrifa þær handritin og leika báðar í þáttaröðinni. Þær koma til okkar á eftir.

Gönguleiðir á Reykjanesi og Gönguleiðir á hálendinu eru bækur sem eru nýkomnar út. Báðar bækurnar eru eftir Jónas Guðmundsson leiðsögumann, landvörð og ferðamálafræðing sem er öllu vanur og starfar í dag fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Jónas kemur til okkar á eftir.

En við byrjum í Bláfjöllum en þar var í gær tekin fyrsta skólfustungan nýrri stólalyftu í Suðurgili - í símanum er Einar Bjarnason rekstarstjóri

Birt

28. apríl 2022

Aðgengilegt til

28. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.