Síðdegisútvarpið

27.apríl

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bankasýslu ríksins voru til svara á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem lauk fyrr í dag. Þar kom ýmislegt áhugavert fram og fundarmenn á einu máli um það líklega hefði verið betra miðla upplýsingum til almennings betur. En það var fleira sem þarna kom fram og Þórgnýr Einar Albertsson fréttamaður sem fylgdist með fundinum í morgun ætlar koma til okkar á eftir og fara yfir það helsta.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær falla frá áformum um lausaganga katta í bænum verði alfarið bönnuð frá árinu 2025. Þess í stað verði lausaganga kattanna bönnuð næturlagi og taki það ákvæði gildi um næstu áramót. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar verður á línunni og fer yfir þessi mál með okkur.

Á morgun verður haldið upp á 25 ára afmæli veiðikortakerfisins þar sem helstu sérfræðingar í rannsóknum á veiðidýrum halda fyrirlestra í Vigdísarstofnun. Saga veiðikortakerfisins verður rifjuð upp og farið verður yfir hvers vegna veiðkortakerfið var stofnað. Áki Ármann formaður Skotvís kemur til okkar og fer yfir þetta með okkur, auk þess ræða ástand veiðistofna. Við ætlum líka spyrja hann út í rjúpnaveiði, er ekki bara best alfriða rjúpuna?

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Þróttar , hafa undanförnu unnið því bjóða hingað tvo knattspyrnumenn frá Úkraínu. Annar þeirra bíður eftir flytja hingað konu og barn sem er á Ítalíu en þau hafa verið aðskilin um langan tíma. Þetta eru flóttamenn sem voru landlausir í Frakklandi þegar ákveðið var bjóða þeim hingað með það fyrir augum gera tilveru þeirra bærilega og gera þeim kleyft gera það sem þeir elska mest, spila fótbolta. Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir okkur betur frá þessu verkefni.

eru landsmenn í óðaönn gera hjólin sín klár fyrir sumarið enda ekki seinna vænna. Þeir sem finna rækilega fyrir því eru starfsmenn Dr.Bæk sem er hluti af Hjólafærni á Íslandi. Dr.Bæk sér um gera við hjól og koma þeim í toppstand. Síðdegisútvarpið leit í heimsókn til þeirra og spjallaði við Darra Mikaelsson.

Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti fyrir hönd Breiðabliks á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu um síðustu helgí. Hún keppti í -63 kg opnum flokki í bekkpressu með búnaði og lyfti hún 122,5.kílóum. Í lok maí mun Alexandrea svo fara á heimsmeistaramótið í bekkpressu sem haldið verður í Kazakstan.

Birt

27. apríl 2022

Aðgengilegt til

27. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.