Síðdegisútvarpið

13.apríl

Hversu margir ferðamenn munu koma til Íslands á næstu mánuðum og árum? Hvernig er hægt spá fyrir um slíkt ? Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið slíkar upplýsingar fyrir Ferðamálastofu í þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Dr. Gunnar Haraldsson frá Intellecon kemur til okkar á eftir og segir frá.

Síldarstúlkur er leiksýning á fjölum Rauðku á Siglufirði sem fjallar um minningar kvenna af síldarævintýrinu í bænum. Leikkonan Halldóra Guðjónsdóttir segir sögur síldarstúlkna af öllum stéttum sem sameinuðust á bryggjunni frá síðustu aldamótum þar til síldin hvarf af Íslandsmiðum á sjöunda áratugnum. Um tónlist sér harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir og leikstjórn er í höndum Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur. Þær koma til okkar í dag þær Andrea og Margrét og verða með nikkuna meðferðis.

Þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu varð ljóst flóttamenn myndu streyma til landsins. Fljótlega tók hópur fólks sig saman þar sem læknirinn Svienn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Margnússon auglýsingamaður voru skipuleggjendur frá upphafi. Í kjölfarið bættist við stuðningur allsstaðar frá og fljótlega varð þeim gert kleift opna eldhús Guðrúnartúni þar sem flóttamenn gátu gengið nýlöguðum kvöldverð vísum, alla virka daga milli 18:00 og 20:00. Seinna bættist við barnapössun, tungumálakennsla og ýmislegt fleira - við ræðum við Svein Rúnar hér á eftir um starfið og hvað framundan er.

Listdansskóli Íslands fagnar stórafmæli í dag, heil 70 ár eru frá því skólinn var stofnaður og því tilefni fáum við til okkar Ingibjörgu Björnsdóttur sem hefur verið viðloðandi skólann manna lengst og með henni kemur frænka hennar Hrefna Hallgrímsdóttir sem hefur stígið þó nokkur sporin innan veggja skólans. Hvað hefur breyst í listdansi á landinu á þessum 70 árum og hvernig nýtist listdansskólanám fólki? Þær svara því.

Glódís Guðgeirsdóttir býr í Reykjavík en hún segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur því fara um borgina með barnavagn. Hún segir hún þurfi fara krókaleiðir til komast á milli staða en hvað veldur ? Glódís er á línunni

Frumflutt

13. apríl 2022

Aðgengilegt til

13. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.