Síðdegisútvarpið

12.apríl

Sífellt fleiri börn leita á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna skjáfíknar. Í Kveiksþætti kvöldsins er fjallað er um nýja íslenska rannsókn um skjánotkun barna og unglinga. og í seinni hluta þáttarins er fjallað um hvort Breiðafjarðarferjan Baldur geti talist örugg til siglinga með farþega á firðinum. Við kynnum okkur efni þáttarnis og ræðum við fréttamennina Jóhann Bjarna Kolbeinsson og Tryggva Aðalbjörnsson og með þeim koma Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theódórsson dagskrárgerðamenn eða pródúsentar.

Leikkonan og flugfreyjan Helga Braga Jónsdóttir heimsækir okkur í þáttinn í dag en fyrir stuttu kláraði hún námskeið hjá Icelandair til öðlast réttindi sem flugfreyja og hún segir af flugþránni, leiklistinni og ýmsu fleiru.

Það stendur yfir Blúshátíð í Reykjavík og hápunkturinn verður á laugardaginn - Dóri Braga kemur til okkar og segir okkur frá því allra helsta sem boðið verður upp á og með honum verður Róbert Þórhallsson bassaleikari.

Samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslendingar einna duglegastir þjóða í nota kynlífshjálpartæki en hvers konar tæki og tól eru vinsælust? Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush veit allt um þessi mál og kemur hingað á eftir með 3 vinsælustu tækin þessa dagana.

En við byrjum á plokkinu því þegar snjóa leysir sést ruslið koma undan og þá þurfum við plokka - við erum komin í samband við plokkmeistara íslands Einar Bárðason ....

Birt

12. apríl 2022

Aðgengilegt til

12. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.