Síðdegisútvarpið

11.apríl

Oft hefur maður heyrt því fleygt fram því harðari tónlist sem þú hlustar á því betri og snjallari manneskja ertu, þetta segja amk þeir sem hlusta á gallhart þungarokk. er búið rannsaka málið. sem stóð fyrir rannsókninni er franski félagsfræðingurinn Dr. Corentin Charbonnier. Hann mun hann kynna rannsóknir sínar á þungarokki sem samfélagslegu fyrirbrigði í Háskóla Íslands á morgun. Hann starfar við Tours háskóla. Rannsóknir hans hafa meðal annars snúist um þungarokkshátíðir, hegðun og félagslegar forskriftir þungarokksaðdáenda. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen er talsmaður hans á landinu, hann kemur í heimsókn.

er fermingartímabilið í fullum gangi og eflaust margir sem ætla nota tækifærið og fagna framtíðinni og slá í létta veislu. En hvernig er hægt halda kostnaði í lágmarki en hafa samt veisluna stórkostlega - Albert Eiríksson veit allt um það og hann kemur til okkar og ræðir fermingarveislur frá öllum hliðum.

Mikill sinubruni braust út í Húsahverfi í Grafarvogi í dag við heyrðum í Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra um málið.

standa yfir sýningar á Hringfaranum sem er þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Upphaflega var stefnan sett á rólyndisferð eftir Balkanskaga en fyrr en varði var hringfarinn á leið til Afríku. Á ferðalaginu fékk hann reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru. , Kristján kemur til okkar og ræðir þessa ástríðu sína, myndartökurnar og allt sem þessu stússi fylgirí.

Það varð uppi fótur og fit í síðustu viku þegar bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem stolið var af stalli sínum við Laugarbrekku á Hellnum á Snæfellsnesi. Styttunni varð svo skilað á bílastæði í Reykjavík í fyrradag. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæ er einn þeirra sem beitti sér fyrir því styttan færi upp um aldarmótin á Hellnum, hann er á línunni.

Birt

11. apríl 2022

Aðgengilegt til

11. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.