Síðdegisútvarpið

6. apríl

Mikið er rætt um málefni Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi. Í Í fréttum rúv í hádeginu í dag segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar ráherrans. mati Íslandsdeildar Transparency samtökum sem berjast gegn spillingu hefur draumaveröld fúsks og rasisma verið sköðuð með því forsætisráðherra hafi ekki farið fram á afsögn Sigurðar Inga. Atli Þór Fanndal frá samtökunum kemur til okkar á eftir.

vænkast hagur hjá ferðaþjónustuaðilum og spár gefa til kynna straumur ferðamanna til Íslands taki mikinn kipp á næstu vikum og mánuðum. Það vantar leiðsögumenn og ekki bara það heldur er víða pottur brotinn þegar kemur launaumhverfi stéttarinnar. Kjarafélag leiðsagnar sem er stéttarfélag leiðsögumanna sendi frá sér tilkynningu í gær um fjöldi brota fyrirtækja varðandi launakjör hefði aukist, jafnvel hjá fyrirtækjum sem hefðu þegið ríflega styrki til komast í gegnum kóvíd. Friðrik Rafnsson er formaður félagsins hann kemur til okkar.

Við fáum heldur betur góða heimsókn á eftir þegar Tvíhöfði mætir í allri sinni dýrð og frumflytur fyrir okkur glænýtt páskalag í beinni útsendingu. Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa verið lengi vinna í verkinu og er komið því þjóðinn geti notið.

Hvaða hafa börnin alltaf viljað prófa? Hverju vilja þau breyta í fari foreldra sinna og hvað gerist ef þau fullt vald til þess? BarnaBarinn er upplifunarverk þar sem börn ráða og þeirra lögmál ríkja. Við fáum vita allt um það í þættinum. Þær koma hingað Brynja Steinunn Helgesson Danielssen og Borghildur Lukka Kolbeinsdóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir

Í gær ræddum við við Sigurð Inga Friðleifsson sviðstjóra hjá Orkustofnun um lista sem birtist í breska tímaritinu Economist yfir verstu orkunýtingu á meðal þjóða heims. Á þessum lista er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Ísland er í þriðja sæti á þessum lista yfir verstu orkunýtinguna. Sigurður útskýrði fyrir okkur hvers vegna við erum í þriðja sæti á þessum lista, hvernig orkunýtingarkerfið okkar virkar osfrv. Í dag ræðum við við annan Sigurð nefnilega Sigurð Ástgeirsson framkvæmdarstjóra Ísorku sem sinnir engu öðru en hleðslu rafbíla. Hann gefur okkur sína sýn á málið með tilliti til fjölgunar rafbíla og aukinni raforkuþörf þar lútandi.

Birt

6. apríl 2022

Aðgengilegt til

6. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.