Síðdegisútvarpið

5.apríl

Orkunýting Íslendinga fær ekki góða dóma á lista breska tímaritsins Economist yfir verstu orkunýtingu á meðal þjóða heims. Á þessum lista er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Ísland er í þriðja sæti á þessum lista yfir verstu orkunýtinguna ásamt Mósambík, á toppnum er Kongó og í öðru sæti er Trínidad og Tóbagó. Hvers vegna erum við í þriðja sæti á þessum lista, hvernig virkar þetta kerfi okkar og hvað getum við gert betur ? Sigurður Ingi Friðleifsson sviðsstjóri hjá Orkustofnun verður á línunni.

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í flokknum sígild og samtímatónlist árið 2021. Álfheiður býr og starfar í Basel í Sviss en er komin til Íslands því á morgun er viðburður í Eldborgarsal Hörpu þar sem fléttast saman tón-, dans- og sjónlistir. Með Álfheiði verða píanóleikarinn Kunal Lahiry auk dansarans Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur. Við heyrum í Álfheiði í þættinum í dag.

Við ætlum líka heyra í Kristni Magnússyni ljósmyndara sem á íþróttamynd ársins 2021 og hún er manneskjuleg og falleg.

Á morgun miðvikudag hefst tarotnámskeið þar sem kennd er einföld aðferð við túlkun tarotspila, þátttakendur kynnast talnaspeki og farið verður í æfingar til þjálfa innsæi. Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi, heilsumarkþjálfi og hómópati. Tinna hefur lesið spilin í yfir 30 ár og heldur reglulega námskeið um Tarotspilin og talnaspeki og hún kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Saga Garðarsdóttir leikkona og Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur eru með fyndnustu konum Íslands. Þær ætla sameina krafta sína og halda uppistandssýningu í Bæjarbíó þann 22. og 23. apríl. Sýningin heitir ALLT EÐLILEGT HÉR þar sem hvor þeirra fer með splunkunýtt og bráðfyndið grín fyrir djókþyrsta áhorfendur auk þess sem hljómsveit Sögu tekur líka nokkur lög. Þær Snjólaug og Saga kíkja til okkar í kaffibolla á eftir.

Þórður Helgi Þórðarson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fara af stað með nýja seríu af Grínlandi. Nýja serían heitir Grínland-Popp og verður fyrsti þáttur seríunnar aðgengilegur á hlaðvarpsveitum klukkan 7 í fyrramálið. Þórður Helgi kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessari nýju afurð.

Birt

5. apríl 2022

Aðgengilegt til

5. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.