Síðdegisútvarpið

22.mars

Ferð norðmannsins Borge Ousland og svissneska ævintýramannsins Mike Horn hófst þegar þeir lögðu af stað frá skútunni Pangaea í september 2019 í þeim tilgangi komast á Norðurpólinn og þaðan áfram í bát á hinum enda Norður Íshafsins. Ferðin var í senn barátta upp á líf og dauða og verður ferðasagan sögð á morgun fyrir áhugasama Íslendinga á fyrirlestri hjá Fjallafélaginu. Haraldur Örn Ólafsson pólfari er það í forsvari og hann kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu stórkostlega ævintýri.

Og við ætlum tala um Covid próf í dag en einhvers misskilnings virðist gæta hvort fólk sem finnur fyrir einkennum eigi mæta í próf eða ekki. Er nauðsynlegt fyrir fólk hafa það skráð inn í kerfið viðkomandi greindur með covid eða duga heimaprófin. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og segir okkur allt um það.

Á morgun er dagur Norðurlandanna. því tilefni verð norðurlandasamstarfinu fagnað í Norrænahúsinu sjálfsögðu. Einng er um ræða 100ára afmælisfögnuð Norrænafélagsins, 70 ára stofnafmæli Norðurlandaráðs og því fyrir 60 árum var undirritaður formlegur samningur um norrænt samstarf. Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins segir okur nánar frá gleði morgundagsins.

Bráðskemmtilegt nýtt barnaleikrit eftir einn af okkar vinsælustu höfundum barnaefnis. Sigrúnu Eldjárn var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina. Þar leikur Sigrún sér á frumlegan og sniðugan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögunum okkar. Ragnhildur Gísladóttir semur tónlistina og hún kemur ásamt Söru Martí Guðmundsdóttir.

Það eru ekki allir sem upplifa hvalreka í garðinum hjá sér, eða öllu heldur á jörðinni sinni en það er þó tilfellið hjá Guðnýu Helgu Björnsdóttur og Jóhanni Magnússini sem búa á Bessastöðum á Hvammstanga. Guðný er á línunni.

Birt

22. mars 2022

Aðgengilegt til

22. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.