Síðdegisútvarpið

2. mars

Í dag og á morgun hefur heilsu­gæsl­an boðið öll­um íbú­um á höfuðborg­ar­svæðinu 81 árs og eldri, þ.e. fædd­um 1939 eða fyrr, Covid-19-bólu­setn­ingu í Laug­ar­dals­höll­inni. Við heyrum í Ragn­heiði Ósk Er­lends­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins,

Í kvöld kl. 19:30 ætla vinir og vandamenn John Snorra Sigurjónssonar hittast við Vífilstaðavatn í þeim tilgangi biðja og eiga samverustund. því tilefni ætlum við rifja upp nokkur samtöl við John Snorra sem áttu sér stað í Síðdegisútvarpinu.

Í maí verður eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational haldið í Laugardalshöll ásamt alþjóðlegu móti í tölvuleiknum Valorant. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins vegna mótanna sem munu standa yfir í um fjórar vikur. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands kemur og segir okkur frá því.

Við rákumst á umræðu á Twitter þar sem fólk deildi reynslu sinni af því lenda á vegg þegar kemur því leita sér hjálpar í geðheilbrigðiskerfinu. Listar hjá geðlæknum eru langir og bíður fólki oftar en ekki langur biðlisti áður en það kemst að. Ágúst Kristján Steinarrsson hefur reynslu af því þurfa leita sér hjálpar geðlækna og ætlar ræða þessi mál við okkur.

En við byrjum á Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem hefur hrundið af stað söfnun fyrir nýjum snjótroðara í Kjarnaskóg. Nýr troðari kostar 35 milljónir og stefnir félagið á safna þeirri upphæð fyrir 2.febrúar á næsta ári.

Birt

2. mars 2021

Aðgengilegt til

2. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.