Heimsglugginn

Kosningasvindl og ólga í Tansaníu

Fjallað var um Tansaníu í Heimsglugga vikunnar og einnig kosningarnar í Bandaríkjunum sem voru í fyrradag. Jón Geir Pétursson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, þekkir afar vel til í Afríku, hefur búið og starfað í nokkrum löndum álfunnar og er einn höfunda bókarinnar Afríka sunnan Sahara í brennidepli II, sem kom út í fyrra.

Tansanía er stórt land og þar búa um 47 milljónir manna en fréttir frá landinu eru ekki daglegt brauð í vestrænum miðlum. Ólga og blóðug mótmæli í tengslum við forsetakosningar þar í síðustu viku hafa verið í fréttum. Samia Suluhu Hassan var endurkjörin forseti með 98 prósentum atkvæða og augljóst brögð voru í tafli. Jón Geir sagði okkur frá Tansaníu og við byrjuðum fyrir meira en hundrað árum.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,