Heimsglugginn

Grimm örlög andstæðinga Pútíns

Bogi Ágústsson , Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu örlög þeirra sem hafa sett sig upp á móti Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexei Navalny hefur bæst í hóp þeirra sem hafa dáið beint eða óbeint vegna andstöðunnar við forsetann. Á Vesturlöndum er litið svo á Navalny hafi verið myrtur undirlagi Pútíns. Í hópi þeirra Rússa sem handlangarar Pútíns hafa myrt eru meðal annarra Alexander Litvinenko, Anna Politkovskaya, Sergei Magnitsky, Boris Nemtsov og Jevgení Prígósjín.

Þá ræddu þau í lokin um skýrslu sænsku öryggislögreglunnar SÄPO um ógnanir við Svíþjóð. Þar segir mest hætta stafi af Rússlandi, Kína og Íran. Charlotte von Essen, yfirmaður SÄPO, sagði friði væri ógnað og ástandið yrði alvarlegt í fyrirsjáanlegri framtíð.

Grænlenska landsstjórnin í gær utanríkis-öryggis- og varnarmálastefnu og þar kemur meðal annars fram stefnt skuli aukinni samvinnu við Norður-Ameríku og Ísland. Þetta er stefnumótun til næsta áratugar og henni standa allir flokkar á þingi nema einn, Naleraq.

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,