Heimsglugginn

Stórkostlegt réttarfarshneyksli í Bretlandi, meira en 700 saklausir dæmdir vegna tölvugalla

Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um eitt mesta réttarfarshneyksli síðari ára í Bretlandi. Síðustu daga hefur allt verið á öðrum endanum í Bretlandi vegna sjónvarpsþátta um það sem kallað hefur verið alvarlegasta hneyskli í breskri réttarfarssögu á síðari árum, þar sem hundruð saklausra voru dæmd fyrir fjárdrátt og þjófnað. Þáttaröðin nefnist Mr Bates vs. The Post Office. Þar er fjallað rangar ákærur og sakfellingu meira en 700 útibússtjóra í breskum pósthúsum. Fólk missti æruna, margir urðu gjaldþrota, sumir fóru í fangelsi og fjórir sviptu sig lífi. Seinna kom í ljós það sem marga póststarfsmenn grunaði var rétt. Bókhaldskerfið sem pósturinn notaði var gallað. Þetta hefur verið vitað í allnokkurn tíma en eins og einn útibússtjóranna, Michael Rudkin, sagði var það mikil kaldhæðni það hefði ekki verið fyrr en sjónvarpsstöðin ITV sýndi þættina um hátíðarnar allur almenningur áttaði sig á hversu umfangsmikið og alvarlegt málið var, það hefði verið reynt vekja athygli á ranglætinu í 20 ár.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimsglugginn

Heimsglugginn

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Þættir

,