Hljóðritun frá lokatónleikum Proms, sumartónlistarhátíðar Breska útvarpsins, sem fram fóru í Royal Albert Hall í London, 9. september s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Richard Strauss, Max Bruch, Roxönnu Panufnik, James B. Wilson, Richard Wagner, Pietro Mascagni, Giuseppe Verdi o.fl.
Ásamt Kór- og Sinfóníuhljómsveit Breska útvarpsins koma fram sellóleikarinn Sheku Kanneh-Mason og sópransöngkonan Lise Davidsen.
Stjórnandi: Marin Alsop.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.