Endurómur úr Evrópu

07.09.2022

Hljóðritun frá 75 ára afmælistónleikum fiðluleikarans Gidons Kremer á Eystrasalts-tónlistarhátíðinni í Berwaldhallen í Stokkhólmi 26. ágúst s.l.

Á efnisskrá eru verk eftir Arvo Pärt, Jekabs Jancevskis, Arturs Maskats, Valentin Silvestrov, Franz Schubert ofl. í flutningi Gidons Kremers og kammersveitarinnar Kremerata Baltica.

Umsjón: Friðrik Margrétar Guðmundsson.

Frumflutt

7. sept. 2022

Aðgengilegt til

4. júlí 2024
Endurómur úr Evrópu

Endurómur úr Evrópu

Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.