Tónhjólið

Gadus Morhua á Reykjavik Early Music Festival

Í þættinum hljómar hljóðritun frá tónleikum Gadus Morhua Ensemble sem fóru fram 14. apríl 2025 í Norðurljósum Hörpu á vegum Reykjavík Early Music Festival.

Eyjólfur Eyjólfsson flautuleikari og söngvari, Björk Níelsdóttir söngkona og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari mynda Gadus Morhua en með þeim á tónleikunum lék Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Á efnisskránni var frönsk barokktónlist og tónlist eftir meðlimi hópsins.

Jafnframt hljómar verkið Voiceless Mass eftir Raven Chacon en fyrir verkið hlaut hann Pulitzerverðlaunin í tónlist árið 2022, fyrsti meðal frumbyggja Bandaríkjanna til hljóta þau.

Í lok þáttar hljómar nýtt lag Gyðu Valtýsdóttur, Mirror.

Umsjón: Berglind María Tómasdóttir

Frumflutt

7. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,