Tónhjólið

Steinar Logi í Hallgrímskirkju og Rhapsody in blue

Steinar Logi Helgason kórstjóri í Hallgrímskirkju er gestur þáttarins þessu sinni. Hann segir frá tónlistaráhuga sínum og nýrri uppbyggingu kórstarfs í Hallgrímskirkju.

´Tónhjólið skoðar líka sögu Rhapsody in blue eftir George Gershwin sem er hundrað ára um þessar mundir.

Tónlistin í þættinum:

Rachel Podger og Christopher Glynn leika Adagio - molto espressivo þátt úr Vorsónötu Beethovens.

Í umfjöllun um Rhapsody in blue leika verkið Paul Whiteman og hljómsveit hans ásamt höfundinum George Gershwin, banjóleikarinn Bela Fleck og Andre Previn og Sinfóníuhljómsveitin í Pittsburgh. Brot heyrast úr gömlum viðtölum við George og Ira Gershwin.

Tenebrea kórinn undir stjórn Nigels Short syngur Song for Athene eftir John Tavener

The Sixteen syngja Timor et tremor úr fjórum mótettum eftir Francis Poulenc.

Frumflutt

10. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,