Tónhjólið

Bjarni Frímann Bjarnason - STATE OF THE ART 1

Í þættinum er rætt við Bjarna Frímann Bjarnason - einn aðstandenda STATE OF THE ART tónlistarhátíðarinnar. Bjarni ræðir við Pétur Grétarsson um tónlistina og hvað skiptir máli við miðlun hennar. Einnig heyrast brot úr tónleikum sem Bjarni hélt á Highland Trucks verkstæðinu á hátíðinni.

Einnig hljómar brot úr tónleikum ADHD og Bríetar á sömu hátíð, sem verða sendir út í heild sinni 1. maí nk.

Í lok þáttar hljómar tónlist norska fiðluleikarans Ola Kvernberg, sem barst okkur í gegnum evrópusamstarf djasstónlistarinnar. Evrópudjassin verður í deiglunni í kringum alþjóðlegan dag djasstónlistarinnar 30. apríl nk.

Frumflutt

27. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,