Tónhjólið

Hans og Gréta, The Tallis Scholars og umritaður Bach

Tónhjólið

10.þáttur - 3. desember 2023

Umsjón: Guðni Tómasson.

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Tónlistin í þættinum:

Preludium og Sarabanda í umritun Thomasar Oehler fyrir kammersveit á Partitu nr. 1 eftir Johann Sebastian Bach. Trevor Pinnock stjórnar Kammersveit Royal Academy of Music og Glenn Gould School of The Royal Conservatory í Toronto

The Tallis Scholars syngja Ave Regina Coelorum eftir Carlo Gesualdo og Remember not, o lord god eftir Thomas Tallis undir stjórn Peters Phillips.

Brot úr óperunni Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck í uppfærslu Ríkisóperunnar í Vín sem fór fram árið 2016 og Christian Thielemann stjórnaði.

Danski strengjakvartettinn leikur Assai sostenuto - Allegro kafla úr Strengjakvartett eftir Ludvig van Beethoven nr. 15 opus 132.

Gigue úr í umritun Thomasar Oehler fyrir kammersveit á Partitu nr. 5 eftir Johann Sebastian Bach. Trevor Pinnock stjórnar Kammersveit Royal Academy of Music og Glenn Gould School of The Royal Conservatory í Toronto.

Viðtöl í þættinum:

Brot úr viðtali umsjónarmanns við Peter Phillips stofnanda og stjórnanda The Tallis Scholars. Úr þættinum Tónar Endurreisnar frá 2006.

Gestir þáttarins eru söngvararnir Kristín Sveinsdóttir og Eggert Reginn Kjartansson úr Kammeróperunni sem segja frá uppfærslu hennar á Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck.

Frumflutt

3. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,