Tónhjólið

Pierrot lunaire og fleira frá Óperudögum

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stjórnar hljómsveitinni og syngur stórvirki Arnolds Schönberg - Pierrot lunaire. Textann þýddi faðir hennar, Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig samdi Kall - tónverk við ljóð eftir Þorvald Þorsteinsson.

Hljóðritunin er frá Óperudögum í nóvember 2024.

Einnig heyrist brot úr tónleikhúsinu Tumi fer til tunglsins eftir Jóhann sem einnig var flutt á Óperudögum og er nýkomið út á plötu undir stjórn Ragnheiðar Ingunnar.

Í þættinum hljómar líka brot úr spjalli feðginanna við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér, sem var útvarpað í október sl.

Frumflutt

19. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,