Tónhjólið

Þáttur 25 af 35

Tónhjólið

21. apríl 2024

Umsjón; Guðni Tómasson

Í Tóonhjólinu þessa vikuna koma m.a. fyrir Lise Davidsen, Shabaka og Peter Eötvös.

Tónlistin í þættinum:

- Lise Davidsen syngur Morgen! úr Fjórum söngvum op. 27 eftir Richard Strauss. Fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur undir stjórn Esa-Pekka Salonen.

- Shabaka og hljómsveit hans leika þrjú lög af plötunni Perceive Its Beauty, Acknowledge Its Grace. Lögin eru: End of Innocence, Insecurities og Breathing.

- Kim Kashkashian leikur einleik á víólu í verkinu Replica eftir Peter Eötvös. Kammersveit Hollenska útvarpsins leikur undir stjórn tónskáldsins.

- András Schiff og Bruno Canino á píanó og Zoltan Rácz,og Zoltan Váczi á slagverk leika þirðja kafla (Allegro non troppo) úr Sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Bela Bartók.

- Ágúst Davíð Steinarsson (fimmtán ára 2022) - Vals í c-moll op. 1 - Verk sem varð til í tónsmíðða verkefninu Upptaktinum árið 2022. Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir á fiðlu, Kristján Hrannar Pálsson á píanó, Baldvin Ingvar Tryggvason á klarinett og Gunnlaugur Torfi Stefánsson á bassa.

- Lise Davidsen syngur Im Abendrot úr Vier letzte lieder eftir Richard Strauss. Fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur undir stjórn Esa-Pekka Salonen.

Frumflutt

21. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,