Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Barna- og fjölskyldustofa er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og barnamálaráðherra og hefur stofan víðtækt hlutverk og sinnir verkefnum sem tengjast þjónustu í þágu barna. Undanfarið hefur Barna og fjölskyldustofa staðið fyrir málstofum þar sem að covid tímabilið hefur verið gert upp en á málstofunum hefur verið fjallað um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum, kynferðisofbeldi gegn börnum og áhættuhegðun og líðan barna og unglinga. Við ætlum að setja okkur í samband við Evu Dögg Sigurðardóttur doktor í félagsfræði og sérfræðing í greiningu tölulegra gagna hjá Barna- og fjölskyldustofu og fá hana til að segja okkur frá því helsta sem þarna hefur komið fram.
Nú eru hafnar sýningar á nýjustu og síðustu þáttaröðinni af Exit sem notið hafa mikilla vinsælda. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri, leikstýrir tveimur þáttum í seríunni. Gísli Örn verður gestur Síðdegisútvarpsins á sjötta tímanum.
Markús Þórhallsson fréttamaður kemur til okkar á eftir og segir okkur fréttir utan úr heimi og að þessu sinni ætlar hann að vera á norðurslóðum nánar tiltekið í Grænlandi og í Færeyjum
Atli Fannar Bjarkason kemur til okkar eins og alla fimmtudaga og fer í MEME vikunnar.
Ingvar Lundberg hljómborðsleikari SúEllen lést síðasta sumar langt fyrir aldur fram. Vinir hans ætla að minnast hans á tónleikum á laugardaginn. Guðrmundur R. Gíslason söngvari SúEllen kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Daníel E. Arnarsson sagði varaþingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær. Daníel verður á línunni hjá okkur en hann er staddur norður á Akureyri.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.