Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að eldri borgarar hafi orðið fórnarlömb netsvindls. Í þessari viku hafa einstaklingar með nokuð sambærileg mál leitað til Neytendasamtakanna og óskað eftir aðstoð eftir að hafa orðið fyrir netsvindli og tapað háum fjárhæðum. Hingað til okkar á eftir kemur Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og við ætlum að spyrja hann nánar út í þessi tilvik, öðrum til varnar. Einnig ætlum við að ræða nýfallin dóm Hérðasdóms Reykjavíkur þar sem Landsbankanum var gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum en málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtakanna.
Vinnueftirlitið hefur hleypt af stað nýrri herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum undir yfirskriftinni #TökumHöndumSaman. Tilgangurinn er að hvetja vinnustaði til að grípa til aðgerða með forvörnum, fræðslu og markvissum viðbrögðum. Sara Hlín Hálfdánardóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu stýrir verkefninu fyrir hönd stofnunarinnar og hún mætir til okkar á eftir.
Er maður áreiðanlegt vitni í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?
Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi ? sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana!
17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. ?Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.? Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?
Kári Viðarsson mætir til okkar og segir okkur frá þessu hjartnæma nýja Íslenska leikriti.
Að vera barþjónn snýst um meira en að sulla bjór í glös úr krana. Við ætlum að heyra allt um World Class barþjónakeppnina, en í maí kemur í ljós hver er besti barþjónn landsins og mun hann í kjölfarið keppa fyrir Íslands hönd í Sao Paolo í Brasilíu í september við bestu barþjóna heims. Sóley Kristjánsdóttir og Jónas Heiðarr vita meira um málið.
Atli Fannar Bjarkason mætir með sinn vikulega dagskrálið Meme vikunnar. Í dag tekur hann fyrir varalestur sem heldur betur stormar um samfélagsmiðlana.
Hópur Íslendinga frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er kominn til starfa í Tyrklandi. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu kom hópurinn sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. Samkipti við hópinn hafa verið slitrótt, en eyðileggingin á svæðinu er mikil. Hingað til okkar er kominn Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Slysavarnarfél
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.