Síðdegisútvarpið

16. desember

Í Brasílíu býr 19 ára náungi nafni Pedro Hill. Sem barn horfði hann mikið á Latabæ og varð ástfanginn af öllu sem íslenskt var í kjölfarið. Í dag talar Pedro reiprennandi íslensku þrátt fyrir hafa aldrei komið til landsins. Pedro er einnig duglegur spila og syngja íslensk lög á youtube rás sinni. Við ræðum við hann í dag.

Kalt er á landinu öllu og þá sérstaklega inn til landsins. Við hringjum í Möðrudal þar sem Vilhjálmur Vernharðsson býr og rekur ferðaþjónustu en forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og ætti hann því vera manna fróðastur um veðurfar á Möðrudalsöræfum. Meira um það hér á eftir.

Hans Steinar Bjarnason kemur til okkar á eftir. Hansa þarf vart kynna en hann starfaði sem íþróttafréttamaður um árabil en söðlaði svo um og starfar hjá SOS barnaþorpunum á Íslandi. Hansi ætlar spjalla við okkur á þessum góða föstudegi, við ætlum ræða hann um starfið og auðvitað boltann en fyrst og fremst ætlar hann segja okkur ótrúlega sögu sem mun koma öllum hlustendum í jólaskap því sagan inniheldur ljós og kærleika.

Emmsjé Gauti mætir til okkar á eftir til ræða jólaundirbúninginn, hvernig hann tekur á stressinu og svo sjálfsögðu jólavinina.

Áhorfandinn Ragnar Eyþórsson mun mæta til okkar á eftir og mæla með jólalegu sjónvarpsefni sem gott er háma í sig á aðventunni.

Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fyrirkomulag leigubílaaksturs var samþykkt á Alþingi síðdegis.

Bandalag íslenskra leigubílstjóra segir frumvarpið innrás á stétt leigubílstjóra. Bandalagið mun skerða þjónustu sína um helgina vegna þessa og félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudegi. Daníel Orri Einarsson formaður Frama, félags leigubílstjóra, er á línunni.

Frumflutt

16. des. 2022

Aðgengilegt til

16. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.