Síðdegisútvarpið

7.desember

Þau eru mörg og fjölbreytt málin sem nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Þarna eru málaflokkar eins og heimahjúkrun, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, heimsending matar og félagsstarf. Anna Sigrún Baldursdóttir tók við starfinu fyrir nokkrum vikum síðan og hún ætlar segja okkur frá fyrstu vikunum í starfi, helstu áskorunum og verkefnum framundan.

Við fáum til okkar sendiherra á eftir engan annann en Benedikt Erlingsson kvikmyndagerðarmann. Hann er sendiherra EFA skógarins. Hvar er EFA skógurinn, hver er sagan á bakvið hann og til hvers var honum plantað fyrir rúmum tveimur árum síðan ? Meira um það hér á eftir.

Við ætlum til okkar konu hætti í starfi sínu fyrir 7 árum síðan sem yfirmaður greiningardeildar Arion banka og tók við stöðu sem framkvæmdastjóri Auroru velgerðarsjóðs til stýra verkefnum þeirra aðallega í Sierra Leone. Hún heitir Regína Bjarnadóttir og ætlar í dag segja okkur frá dvölinni ytra ásamt nýju verkefni sem gengur út samstarf íslenskshandverksfólks og handverksfólks í Sierra Leone.

Það er miðvikudagur og þá fjöllum við um sjónvarpsþætti og kvikmyndir í þættinum. Hann er mættur hingað til okkar hann Ragnar Eyþórsson framleiðandi og það er eitthvað sem segir hann verði á sparibuxunum þegar svo stutt er til jóla og jólaþættir og jólamyndir verði í aðalhlutverki.

7.desember og við fáum jólatóna í beinni frá ADHD liðum en þeir eru nýkomnir úr Evróputúr og halda tónleika í kvöld á Húrra.

Lögreglumenn réðust til inngöngu í íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í Berlín, Baden Wuttenberg, Bæjaralandi og víðar á slaginu klukkan fimm í morgun íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar segja 25 hafi verið handteknir og mun fleiri liggi undir grun. Aðgerðin beindist gegn samtökum sem kalla sig Reichsburger - ríkisborgarar .Það eru hópar hægri-öfgamanna sem viðurkenna ekki lögmæti þýska ríkisins. Þeir grunaðir um hafa undirbúið árás vopnaðra manna á þinghúsið í Berlín. Margrét Rós Harðardóttir einn eigandi Berlína er búsett í Berlín en hún hefur kynnt sér vel uppgang hægri öfgahópa síðustu ár og hún er á línunni.

Frumflutt

7. des. 2022

Aðgengilegt til

7. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.