Síðdegisútvarpið

6.des

Við ætlum líta út í heim í dag en Oddur Þórðarson fréttamaður kemur til okkar og fer yfir það helsta sem fréttnæmt er utan úr heimi.

Hið íslenska glæpafélag stendur fyrir glæpakvöldi í kvöld en þar verður spurningum varpað fram svo sem eins og þarf alltaf vera lögga eða morð í glæpasögum og ýmsilegt fleira. Ævar Örn Jósepsson er foringi félagsins hann verður á línunni.

er tími ljós, friðar og spila. Spil eru svo vinsælk á Íslandi það eru búið krýna þau sem jólagjöf ársins 2022. Fæst okkar velta því þó fyrir sér hvernig spilin verða til og hvaðan hugmyndin er sprottin. Trausti Hafsteinsson er spilahöfundur sem er með tvö spil í spilaflöðinu þetta árið, hann er væntanlegur og hver veit nema hann spili aðeins við okkur í þættinum á eftir.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað þegar kemur fjalla - og þyrluskíðamennsku á Íslandi undanfarin ár. Aðstaða hefur verið batna til muna og áður óþekkt fjöll og staðir sem henta fyrir slíkt sport eru komnir á kortið. Á morgun verður heimsfrumsýnd í Bíóparadís heimildarmynd um fjallaskíðamennsku á Íslandi og til okkar kemur Guðmundur Jakobsson einn þeirra sem fjallað er um í myndinni og segir okkur betur frá.

Við ætlum líka hringja norður í Hrísey en Hríseyjarbúðin hlaut á dögunum styrk á grunvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Það hljóta teljast góð tíðindi - Díana Rós Sveinbjörnsdóttir er verslunarstjóri við heyrum í henni í lok þáttar.

Eyþór Kaban Þrastarson og fjölskylda hafa í tvígang lent í því vera meinað fljúga frá Grikklandi til Íslands. Eyþór og eiginkona hans eru blind og ástæðan sem gefin var upp var það væri um öryggisbrest ræða þegar blindir foreldrar ferðuðust einir með lítið barn. Við hringjum til Grikklands og heyrum í Eyþóri.

Frumflutt

6. des. 2022

Aðgengilegt til

6. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.