Síðdegisútvarpið

9.nóvember

Nýlega var haldin ráðstefna í félagsvísindum við Háskóla Íslands sem nefnist Þjóðarspegillinn. Á ráðstefnunni kynnti Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við niðurstöður rannsóknar um búferlaflutninga. Rannsóknin er grunnur nýrri bók sem kemur út fyrir jólin og heitir Byggðafesta og búferlaflutningar. Niðurstöður rannsóknarinnar sem staðið hefur yfir í fjögur ár eru mjög áhugaverðar en þar kemur meðal annars fram fáir vilja búa í miðborg Reykjavíkur og fólk í raun mjög heimakært. Þóroddur kemur til okkar strax eftir fimm fréttir og fer yfir helstu niðurstöður með okkur.

Snorri Helgason er löngu búinn sanna sig sem einn af betri tónlistarmönnum og lagahöfundum landsins. Hann er fara í ferðalag á norðurlandið ásamt gítarnum sínum. Hann ætlar einmitt mæta með þennan sama gítar í Síðdegisútvarpið á eftir og spila á hann af sinni alkunnu snilld.

Hallgrímur Indriðason fréttamaður kemur til okkar og fer yfir það helsta sem er gerast vestanhafs en úrslit bandarísku þingkosninganna eru enn ráðin. Við tökum stöðuna með Hallgrími hér á eftir.

Áhorfandinn okkar, sjálfur Ragnar Eyþórsson rífur sig frá skjánum á eftir til þess spjalla við okkur um nýjar kvikmyndir og þáttaráðir.

Núna klukkan fimm verður viðburður í Norræna húsinu þar sem kynntir verða styrkjamöguleikar hjá Nordplus sem er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Eva Einarsdóttir kynningarstjóri sem starfar hjá Rannís kemur í Síðdegisútvarpið til segja okkur nánar frá Nordplus og undiráætlunum fimm á leik-,grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlunar sem vinnur þvert á skólastig. Meira af því hér á eftir.

Fyrir rúmum þrettán árum síðan var geislasteinasafni fjölskyldu Jónínu Bjarkar Ingvarsdóttur rænt. Nýlega rákust Jónína og dóttir hennar Soffía á gamlar myndinu af geislasteinasafninu og deildu þeim á facebook í þeirri von einhver viti hvar steinarnir eru niðurkomnir. Þær mæðgur eru ekki af baki dottnar því freista þær þess leysa þetta 13 ára gamla sakamál upp á eigin spýtur. Og í símanum er Jónína Björk Ingvarsdóttir.

Frumflutt

9. nóv. 2022

Aðgengilegt til

9. nóv. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.