Síðdegisútvarpið

8.nóvember

Við höldum áfram umfjöllun okkar um skólamál í dag en í síðustu viku kom til okkar skólamaðurinn og aðstoðarskólastjórinn Jón Pétur Ziemsen til tala um helstu áskoranir í skólamálum á Íslandi. Honum var tíðrætt um samfélagsmiðlanotkun í skólunum og hvernig grunnfærni í orðaforða, félagslegum samskiptum hefur látið undan í baráttunni við samfélgsmiðlana. En hvernig gengur hjá þeim sem sinna því mennta kennara og hvernig er umræðan þar á ? Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor á Menntavísindasviði hún segir okkur af því.

Það er skemmtileg vika í gangi fyrir Bob Dylan áhugafólk, því er í gangi svokölluð Bob Dylan hátíð. Á þessari hátíð eru nokkrir viðburðir tileinkaðir Nóbelsverðlaunahafanum og þar á meðal er Dylan messa. Séra Henning Emil Magnússon er einn innsti koppur hátíðarinnar, hann er væntanlegur.

Við hringjum líka vestur á Snæfellsnes og heyrum um ævintýralegan uppgang á skíðasvæðinu fyrir ofan Grundarfjörð en er snjótroðari á leið til landsins sem íbúar og velunnarar svæðisins söfnuðu fyrir með frjálsum framlögum, bingói og ýmsu fleiru. Rut Rúnarsdóttir formaður skíðaráðs verður á línunni.

Við heyrum í okkar konu á norðurlandinu, henni Gígju Hólmgeirsdóttur sem ætlar ræða kirkjutröppur og um daginn og veginn á Aukureyrir og í nágrenni.

Kári Egilsson er tvítugur tónlistarmaður sem byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í heimi tónlistarinnar. Hann var senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. Kári kemur til okkar í þáttinn.

En við byrjum í Bandaríkjunum því á annað hundrað milljónir Bandaríkjamanna ganga kjörborðinu í dag, þegar kosið verður um þingmenn, ríkisstjóra og aðra embættismenn. Hingað er kominn Hallgrímur Indriðason fréttamaður

Frumflutt

8. nóv. 2022

Aðgengilegt til

8. nóv. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.