Síðdegisútvarpið

27.október

Olga María Þórhallsdóttir Long og Anna María Toma eru mæður barna sem hafa ekki komist leikskóla síðustu daga vegna manneklu og mygluvandamála. Þær segja Reykjavíkurborg treysta á foreldrar leikskólabarna hafi sterkt bakland og þar með einhvern til passa börn sín á daginn á meðan unnið er lausnum. Þær Olga og Anna koma til okkar á eftir til ræða þessi mál.

Á sjónvarpsstöðinni Discovery Channel eru þættirnir Ice Cold Catch til sýningar. Þættirnir eru raunveruleikaþættir sem gerast um borð í tveimur línubátum sem báðir eru gerðir út frá Grindavík. Það er annars vegar báturinn Páll Jónsson og Valdimar. Páll Jónsson siglir undir merkjum Vísis HF, við ætlum heyra í framkvæmdarstjóra Vísis Hf, honum Pétri Pálssyni á eftir og spyrja hann út í þættina og hans aðkomu.

Það er fimmtudagur og þá mætir Atli Fannar Bjarkason til okkar og fer yfir það heitasta á internetinu hverju sinni í Meme vikunnar.

Á dögunum kom út bókin Tugthúsið eftir Hauk Helgason. Bókin sem unnin er uppúr tæplega þrjúhundruð ára heimildum varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar en meira um það á eftir þegar Haukur Már Helgason verður gestur í Síðdegisútvarpinu.

Núna á eftir í Veröld-Húsi Vigdísar verður haldin málstofa á vegum Hagsmunasamtaka kvenna í knattspyrnu sem hefur yfirskriftina: Framtíðin er kvenna en við erum hinsvegar föst í núinu. Knattspyrna kvenna er hlið íþróttarinnar sem vex hvað hraðast í heiminum og bæði UEFA og FIFA hafa skilgreint sem framtíð knattspyrnunnar. Það líkja stöðu stjórna íþróttafélaga í dag við stöðu stjórna fyrirtækja áður en sérstök lög voru sett um hlutfall kvenna í þeim. Á málþinginu verður rætt hvort gera þurfi það sama fyrir íþróttafélög - og þá sérstaklega fyrir knattspyrnudeildir. Hingað til okkar er komnar knattspyrnu kempurnar þær Inga Lára Jónsdóttir og Rakel Logadóttir til ræða stöðu þessara mála hér á landi.

Frumflutt

27. okt. 2022

Aðgengilegt til

27. okt. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.