Síðdegisútvarpið

26. september

Góðan daginn kæru hlustendur og velkomin í Síðdegisútvarpið á Rás 2. Það er kominn mánudagurinn 26. september og í dag stjórna Atli Fannar Bjarkason og Björg Magnúsdóttir þættinum.

Tón­skáldið Her­dís Stef­áns­dótt­ir sem­ur tón­list­ina fyr­ir nýja kvik­mynd­ banda­ríska leik­stjór­ans M. Nig­ht Shyamal­an. Mynd­in heit­ir Knock at the Ca­bin og kem­ur út í mars á næsta ári. Kvikmyndir Shyamalan þykja hrollvekjandi en Herdís, hvernig semur maður tónlist fyrir hryllingsmynd?

Kynferðisleg áreitni virðist töluvert vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Virk keyrði í gang herferð með látum í síðustu viku þar sem kór í sjónvarpsauglýsingu syngur: Það ekkert lengur. Tilgangurinn er varpa ljósi á þá skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Vigdís Jónsdóttir og Ingibjörg Loftsdóttir koma frá Virk og fræða okkur um þessa vitundarvakningu.

Gleðismiðjan er fyrirbæri sem sérhæfir sig í skapa gleði hjá öllum gerðum hópa á öllum tímum dags. Hvorki meira minna og ekki veitir af. Þeir ætla koma til okkar gleðigjafarnir Finnbogi Þorkell Jónsson og Þorsteinn Gunnar Bjarnason og segja okkur frá gleðismiðjunni?

Aftakaveður var um helgina, verst á Austurlandi en einnig á Norðurlandi þar sem mikill sjór gekk á land í bænum - sem er mjög óvenjulegt. Við hringjum til Akureyrar og heyra hvernig dagurinn gekk fyrir sig, væntanlega í ýmis horn líta eftir þennan hvell. Heyrum í bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur.

Við ætlum líka velta fyrir okkur hvernig er vera gagnrýnandi í örsamfélaginu hér á Íslandi. Á síðustu vikum hafa tveir mjög umtalaðir dómar fallið um annars vegar sjónvarpsþættina LXS og hinsvegar leiksýninguna Sem á himni? og sitt sýnist hverjum. Við heyrum í Arnari Eggerti Thoroddssen sem hefur gagnrýnt tónlist í mörg herrans ár.

Frumflutt

26. sept. 2022

Aðgengilegt til

26. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.