Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
"Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverk hér á landi eru sagðir hafa beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem á að vera í næstu viku. Annar þeirra losnaði úr gæsluvarðhaldi einum sólarhring áður en hann var handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar í fyrradag. Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna 1. október. Síma- og tölvugögn hafi fundist þar sem þeir hafi notað orðalagið fjöldamorð og nefnt lögreglumenn, Alþingi og fleira í því samhengi. Ekki liggur fyrir hver ásetningur þeirra var. Til rannsóknar er hvort þeir tengjast norrænum öfgahópum og hvort þeir hafi litið sérstaklega til Anders Breivik, sem myrti 77 ungmenni í Útey í Noregi árið 2011." Svo hljóðar frétt á ruv.is er birtist í dag. Atburðir síðustu daga hafa vakið ótta og óhug þjóðarinnar og fátt annað kemst að í umræðunni, hvort sem er í ræðu eða riti. En hvernig eigum við að ræða þessa hluti við börnin og ungmenni, hvernig útskýrum við þessa atburði án þess að ýta undir óöryggi og ótta. Baldvin Logi Einarsson sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni kemur til okkar á eftir.
Um helgina fer fram ein af mikilvægari keppnum hér á landi. Við erum að sjálfsögðu að tala um Íslandsmótið í brauðtertugerð sem verður til umfjöllunar hér á eftir. Margrét Sigfúsdóttir er formaður dómnefndar. Hún kemur í Síðdegisútvarpið til að ræða við okkur um hina fullkomnu brauðtertu og hvort brauðtertan hafi tekið breytingum í gegnum árin.
Laufskálarétt í Skagafirði er meðal vinsælustu stóðrétta landsins. Hana sækja næstum þrjú þúsund gestir og stemingin gríðarleg. Réttarhaldið hefst í kvöld og við ætlum að hringja norður en í símanum verður Viggó Jónsson sem veit allt um skipulag þessarar stórveislu hestamanna. Og svo er það skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm sem hefur síðustu ár lagt sitt að mörkum til að létta lund landsmanna með eftirhermum, gríni og söng. Sóli ætlar sem betur fer ekkert að hætta því, þvert á móti. Hann er klár með enn eina sýninguna sem fer á svið Bæjarbíós í enda nóvember og heitir hún Jóli Hólm. Gleðigjafinn mætir til okkar á eftir.
Bíó paradís fagnar 20 ára afmæli heimildarmyndarinnar í Skóm drekans um helgina. Það var á ári drekans (2000) sem Hrönn Sveinsdóttir fékk þá flugu í kollinn að gera heimildarmynd um fegurðarsamkeppni, hún skráði sig sjálf í keppnina, bróðir hennar Árni Sveins fylgdi henni svo eftir allt ferlið með myndavél á öxlinni. Gerð myndarinnar tók á þau systkinin en markmiðinu var náð, Í Skóm Drekans gerði allt vitlau
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.