Síðdegisútvarpið

20.september

Mikið hefur gengið á í húsinu Fiskislóð 73 á Granda í Reykjavík síðustu vikur og mánuði, en þar er unnið hörðum höndum því opna lifandi hraunsýninguna Lava Show. Lava Show opnaði í Vík í Mýrdal árið 2018, á hundrað ára afmæli síðasta Kötlugoss. Á fjórða tímanum í nótt var svo slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað Fiskislóð

vegna eldsvoða hjá fyrirtækinu og tók slökkvistarf um fjórar klukkustundir. Ragnhildur Ágústsdóttir stofnandi Lava Show kemur til okkar á eftir og við spyrjum hana út í hvað gerðist og hvað framundan.

Þessa vikuna frá 19. til 25. september er alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða eða International Week of Happiness at work. Það er öllum ljóst vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli því eins og segir á heimasíðu International Week of Happiness at work borgar það sig vera hamingjusamur í vinnunni því þegar við erum ánægð erum við heilbrigaðir, líflegri, glaðlyndari, félagslega sterkari og almennt gangi bara allt betur. Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon er einn þeirra sem er löngu búinn átta sig á þessu en hann er móralskur leiðtogi Gleðipinna, en félagið á og rekur fjölda veitingastaða. Í tilefni af þessari viku kíkir Móralski eins og Pétur Jóhann kallar sig í Síðegisútvarpið á eftir og ræðir við okkur um hugmyndina, starfið og hamingjuna.

Þórir Guðmundsson fyrrverandi sendifulltrúi Rauða krossins og fréttastjóri Stöðvar 2 hefur sent frá sér bók sem heitir í návígi við fólkið á jörðinni.

Þar segir frá venjulegu fóki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum sem Þórir hefur kynnst og séð í störfum sínum fyrir rauða krossinn. Við heyrum í Þóri sem býr og starfar sem upplýsingafulltrú á vegum utanríkisráðuneytisins, hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í Rukla í Litáen um bókina og nýja starfið.

Það á heiðra söngkonuna Joni Michell á morgun - þær koma til okkar þær Dagný Halla og Þórdís Classen og gefa okkur smá sýnishorn af því sem þar verður boðið upp á.

Við ætlum kynnast Blábankanum sem fagnar fimm ára afmæli í dag. Ketill Berg Magnússon stjórnarformaður Blábankans verður á línunni og segir okkur allt um þennan forvitnilega banka.

Eitt versta bílslys sem hefur orðið á Íslandi varð við Núpsvötn milli jóla og nýárs árið 2018. Feðgin sem lifðu af segja sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Alls hafa 119 látist í umferðarslysum undanfarinn áratug, stór hluti erlendir ferðamenn. Í þættinum er varpað fram spurningum um umferðaröryggi á Íslandi þegar ferðamenn streyma aftur til landsins. Þeir koma til okkar Jóhann Bjarni frétt

Frumflutt

20. sept. 2022

Aðgengilegt til

20. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.