Síðdegisútvarpið

13.september

Konungssinninn og yfirlýsti jafnaðarmaðurinn Þórarinn Snorri Sigurgeirsson er farinn til Lundúna, þangað flaug hann í morgun til leggja leið sína kistu Elísabetar drottningar og votta henni virðingu sína. Við ætlum heyra í Þóarni í síma á eftir og spyrja hann nánar út í ferðalagið og einlægan áhuga hans á konungsfjölskyldunni.

Á morgun verður haldinn opinn kynningarfundur um atvinnuflugnám hér á landi á vegum Icelandair og Flugakademíu Íslands. Á fundinum verður farið yfir víðan völl frá leiðinni atvinnuflugmannsréttindinum yfir í atvinnuhorfur, en yfirvofandi vötnun er á flugmönnum á heimsvísu. Óskar Pétur Sævarsson fostöðumaður og skólastjóri Flugakademíu Íslands kemur til okkar á eftir til ræða námið og stöðuna í greininni.

Á dögum sem þessum er nauðsynlegt Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson af íþróttafréttadeild RUV í heimsókn. Hefur fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson eitthvað gera til Jamaíku? Og hvað verður um landslið Íslands í hópfimleikum þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur slitið hásin og verður þar af leiðandi ekki með á EM? Við krefjumst svara á eftir.

Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson vann hug og hjörtu áhorfenda á Skjaldborg í ár og hreppti hin eftirsóttu áhorfendaverðlaun Einarinn. er loksins runnin upp stóra stundin en heimildamyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Í myndinni leitar Árni Jón Árnason sem er á áttræðisaldri svörum um uppruna sinn. Við ætlum fræðast meira um þetta hér á eftir þegar Viktoría og Allan kíkja i heimsókn til okkar.

Ragnar Eyþórsson heitir sem rýnir fyrir okkur í kvikmyndir og sjónvarpsefni. þessu sinni er komið því taka fyrir nýjustu útgáfuna af Gosa sem er sýnd á Disney+ þar sem Tom Hanks leikur á móti teiknaðri brúðu. Við heyrum álit Ragnars á þessum ósköpum á eftir.

Flestöll heimili landsins munu finna fyrir aukinni skattheimtu sem felst í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Verð á eldsneyti hækkar og áfengi. Þá er viðbúið auknar álögur á eldsneyti hækki flutningskostnað og vöruverð. Auður Alfa Ólafsdóttir hjá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins segir þetta séu mjög sérstakar aðgerðir til draga úr áhrifum verðbólgurnnar og pínu öfugsnúin. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda er sestur hérna hjá okkur.

Birt

13. sept. 2022

Aðgengilegt til

13. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.