Síðdegisútvarpið

29.ágúst

Síðastliðinn fimmtudag hófst haustsöfnun Barnaheilla sem er til styrktar vernd gegn ofbeldi á börnum í Síerra Leóne. Staða barna þar í landi er með því versta sem þekkist í heiminum og er kynbundið og kynferðisofbeldi gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál. Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum kemur til okkar á eftir og ræðir stöðu barna í Síerra Leóne.

Veiga Grétarsdóttir hefur síðustu tvö sumur starfað sem leiðsögukona á kayak bæði hér heima og á Grænlandi. Í þessum ferður hefur Veiga upplifað og séð ýmislegt m.a. hefur hún myndað og frætt okkur um ruslið í sjónum. Nýlega lenti Veiga í sannkölluðu ævintýri er hún hóp af grindhvölum innst í Vopnafirði og miðað við myndir og það sem hún skrifaði á FB var henni heldur brugðið við sjá þessar risastóru skepnum í tugatali.

Meðganga og fæðing, legnám, hækkandi aldur og offita geta valdið áreinsluþvalega. Þjálfun grindarbotnsvöðva getur dregið úr áreinsluþvaleka en mörgum finnst tovelt þjálfa réttu vöðvana þar sem erfiitt er sjá og finna hvar þeir eru. er komin á markað nýjung sem okkur í Síðdegisútvarpinu langar fræðast um en það er Grindarbotnsþjálfinn svokallaði. Svanlaug Jóhannsdóttir hjá pikusport.is kemur til okkar á eftir.

Laugardaginn næstkomandi verður verkið Fíflið frumsýnt í Tjarnarbíói en þar fer Karl Ágúst yfir leikferil sinn og þetta er jafnframt hans síðasta leikaraverkefni á sviði því Karl Ágúst hefur ákveðið leggja leikaraferilinn á hilluna. En hvers vegna hefur hann tekið þessa stóru og miklu ákvörðun, hvað spannar ferilinn langan tíma og hvað stendur upp úr - við fáum vita það í Síðdegisútvarpinu í dag þegar Karl mætir hingað í eigin persónu.

Sumarið lét sjá sig fyrir norðan í dag og lítur út fyrir það verði brakandi blíða þar næstu daga. Gunni Nella okkar maður á Akureyri verður á línunni.

Hækkun er í dag mánudaginn 29. ágúst á styrk svifryks í borginni vegna sandfoks frá söndunum á Suðurlandi. Heilbrigðiseftirlit Reykavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og við tökum stöðuna með Svövu S. Steinarsdóttur.

Frumflutt

29. ágúst 2022

Aðgengilegt til

29. ágúst 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.