Síðdegisútvarpið

20.júní

Fyrir nokkrum vikum kom til okkar kona sem heitir Sigríður Matthildur Aradóttir. Sigríður er heyrnarskert og sagði sína sögu hjá okkur sem var barátta gegn kerfinu en henni hefur ítrekað verið neitað um kuðungsígræðslu á hægra eyra þar sem það var ekki talin nauðsynleg aðgerð en Sigríður hafði þá þegar farið í slíka aðgerð á vinstra eyra. En er dómur fallinn og Sigríður hafði betur gegn Sjúkratryggingum Íslands. Hún kærði stofnunina þegar henni var neitað um kuðungsígræðslu í lok síðasta árs en hefur unnið málið. Sigríður kemur til okkar á eftir.

Á þessum degi árið 1904 hófst bílaöld á Íslandi er fyrsti bíllinn kom til landsins. Bíllinn var gamalt og slæmt eintak af gerðinni Cudel og gerði ekki mikla lukku. Sverrir Ingólfsson starfsmaður Samgönguminjasafns Ystafells þekkir sögu bílsins og segir okkur hana á eftir.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum ein klukkustund á dag verði gjaldfrjáls í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september næstkomandi.Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir oddviti Framsóknar í Hveragerði og forseti bæjarstjórnar er á línunni.

Með aukningu covid smita fara kunnulega stef hljóma, er t.d. sóttvarnalæknir farinn vara okkur við því knúsa og kyssa þá viðkvæmari og svo er aftur orðin skylda vera með grímur á heilbrigðisstofnunum. Aftur er svo tilkynnt um opið hús fyrir bólusetningar og þess vegna ætlum við heyra í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Verkefnin sem fólk tekur sér eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Vinkonurnar Elínborg Una og María Jóngerð ætla flytja lagið Shallow hundrað sinnum fyrir áhorfenndur í sumar. Lady Gaga og Bradley Cooper sungu svo eftirminnilega í kvikmyndinni A Star Is Born. Ólíkt stórstjörnunum þá kunna Elínborg og María ekki syngja en þær ætla samt koma til okkar á eftir og syngja lagið og í leiðinni segja okkur hvað þær eru pæla með þessu.

Kæfandi hiti hefur verið á spáni og víðar síðustu daga og menn muna ekki annað eins í júní. Þetta á við Frakkland, Ítalíu og Spán og við ætlum heyra í formanni húseiganda á Spáni hann heitir Ólafur Magnússon og sennilega svala þorstanum í þessum töluðu orðum.

Birt

20. júní 2022

Aðgengilegt til

20. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.