Síðdegisútvarpið

3.júní

Auðbjörg Björnsdóttir, Valgeir Árnason og Helena Sigurðardóttir starfsmenn Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri taka þátt í Landvættum til styrktar Klöru Kjartansdóttur. Klara slasaðist lífshættulega þegar hoppukastali tókst á loft við Skautahöllina á Akureyri síðasta sumar með tugi barna innanborðs. Sjö voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en flogið var með Klöru til Reykjavíkur. Klara lenti á gjörgæslu eftir slysið og hefur hún og fjölskylda hennar staðið í langri og strangri endurhæfingu. Guðrún Dís er stödd á Akureyri þar sem hún hitti Auðbjörgu, Valgeir og Helenu sem eru sprikla til styrktar Klöru.

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin. Hátíðin hófst 1.júní en samkvæmt Vigdísi Jakobsdóttur listrænum stjórnanda hátíðarinnar er veislan rétt byrja og þessi helgi er ein aðal helgi hátíðarinnar sem stendur til 19.júní.

Dýrasti og frægasti gripur Reðasafn Íslands er kominn til landssins, afsteypan af getnaðarlimi Jimi Hendrix er mætt. Síðdegisútvarpið fór í heimsókn til berja þessa afsteypu augum sem gerð var 25.febrúar árið 1968 af listakonunni Cynthia Dorothy Albritton sem sérhæfði sig í afsteypum af limum og brjóstum og var Hendrix fyrsta afsteypan. Afsteypan verður formlega afhjúpuð í kvöld í lokuðu samkvæmi á safninu og svo sauðsvartur almúginn mæta á morgun. Þórður Ólafur Þórðarsson safnstjóri Reðasafnsins segir okkur betur frá þessu.

The Color Run er ólíkt flestum öðrum hlaupum en það snýst ekki um koma í mark á sem skemmstum tíma heldur njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar komið er í endamarkið. Hlaupið fer fram í Laugardalnum í Reykjavík á morgun og svo verður það á Akureyri í enda júlí. Ragnar Már Vilhjálmsson einn aðstandenda hlaupsins kemur til okkar á eftir og hitar upp.

Þekkir þú Reykvíking ársins? Borgarstjórinn í Reykjavík óskar í tólfta sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar í borgarsamfélaginu. Ábendingarnar verða notaðar til velja Reykvíking ársins. Við ræðum við Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra borgarinnar hér á eftir.

Rætt er við Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, í Fréttablaðinu þar sem fjallað er um alvarlegan skort á fagmenntuðum iðnaðarmönnum í byggingariðnaði hér á landi. Þar kemur fram ef áform stjórnvalda um stórauka smíði á íbúðarhúsnæði á kjörtímabilinu vanti minnst 2.000

Birt

3. júní 2022

Aðgengilegt til

3. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.