Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þeir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og Markús Þórhallsson fréttamaður hér á rvu eiga eitt sameiginlegt þeir elska Eurovision. Lengi vel voru þeir með útvarpsþætti á útvarpi sögu þar sem þeir fjölluðu um keppnina og þar má nú segja að spekingar hafi spjallað. Þeir koma til okkar á eftir við spyrjum þá út í þennan einskæra áhuga á söngvakeppninni og fáum þá til að spá í spilin varðandi úrslitakvöldið á morgun.
Fréttastofa rúv undirbýr sig nú undir mikla og víðtæka kosningavöku sem hefst kl. 21:50 í sjónvarpinu og á rás 2 byrjar útsending kl. 22. Valgeir Örn Ragnarsson ritjstjóri kosningaumfjölluninnar stýrir þessari umfjöllun hann kemur til okkar rétt á eftir og segir okkur frá.
Já eins og komið hefur fram þá er stór helgi framundan, það er Eurovision, sveitarstjórnarkosningar auk þess sem það er stór íþróttahelgi. Alfreð Fannar Bjo?rnsson, betur þekktur sem BBQ ko?ngurinn verður í Síðdegisútvarpinu á eftir. Hann elskar grillaðan mat og grillar um það bil 300 daga á ári. Enginn betur til þess fallinn en hann til að koma með hugmyndir að því hvað við eigum að grilla um helgina.
Björg Magnúsdóttir er stödd í Torínó og hún tók þær Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og Betu Eyþórs tali og spurði þær hvort þær væru búnar að ná sér eftir að hafa tryllst úr gleði síðastliðinn þriðjudag þegar þær tryggðu sér sæti í úrslitum Eurovision.
Ný kosningalög tóku gildi um áramótin og reynir í fyrsta skipti á þau nú í sveitarstjórnarkosningum. Gerðar hafa verið breytingar á reglum um hæfi fulltrúa í kjörstjórnum. Áður gat fólk ekki tekið sæti í kjörstjórn ef foreldrar, börn, systkini eða maki voru í framboði en nýju reglurnar ná til alls frændgarðsins. Til að mynda má maður ekki sitja í kjörstjórn ef börn systkina maka hans eru í framboði. En hvernig hefur gengið að manna kjörstjórnir nú fyrir kosningarnar og hvert er hlutverk þeirra sem sitja í kjörstjórn ?
Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdarstjóri landskjörstjórnar er í símanum.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.