Síðdegisútvarpið

10.maí

Hvernig tókst Kol­brúnu Söru Lar­sen og fjöl­skyldu henn­ar losna und­an er­lendu hús­næðisláni og snúa fjár­hag sín­um úr vörn í sókn á tveimur árum? Þar kom til skjalanna svo­kölluð FIRE-hug­mynda­fræði, sem snýst um fjár­hags­legu sjálf­stæði, við heyrum í Kolbrúnu í þættinum.

Í dag er alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þennan dag leggja félög sem tengjast lupus áherslu á auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum í von bæta líf þeirra sem þjást af sjúkdómnum og stytta greiningartíma hans. Hrönn Stefánsdóttir formaður Lupushóps Gigtarfélags Íslands og María Magdalena Olsen meðstjórnandi hennar koma til okkar.

Eurovision er þjóðinni ofarlega í huga í dag. Í kvöld kemur það í ljós hvort við komumst áfra eða ekki. Við ræðum við einn helsta Eurovision sérfræðing landsins, sjálfan Eurovision Reynir eða Reynir Þór Eggertsson sem búsettur er í Finnlandi.

Meira Euro tengt því margar stofur landsins verða þétt setnar í kvöld þar sem fólk mun safnast saman fyrir framan sjónvarpstækin í Eurovision partý stuði með sínum nánustu. Eitthvað þarf fólkið hafa til narta í yfir keppninni. Þetta á auðvitað ekki bara við í kvöld, heldur einnig á fimmtudag og svo auðvitað yfir sjálfri aðalkeppninni á laugardaginn. Við í Síðdegisútvarpinu opnum snakkhorn Tobbu Marínós síðar í þættinum

er komið sumar og þá er gaman fyrir þá sem eru með golfbakteríuna. Hrafnhildur fór í dag og mælti sér mót við framkvæmdarstjóra Golfsambandsins hann Brynjar Eldon Geirsson, við hlýðum á þeirra spjall hér á eftir.

Í gær var fjallað um mann í fjölmiðlum sem var sagður hafa stundað skemmdaverk á rafskútum. Maðurinn hefur undanfarið verið bensla bremsur fastar þannig rafskúturnar eru ónothæfar. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Hopp Reykjavík lýsti eftir manninum á samfélagsmiðlum sem í kjölfarið heimsótti hana á skrifstofu Hopp í morgun þar sem þau náðu sáttum. Sæunn Ósk er hingað komin.

Birt

10. maí 2022

Aðgengilegt til

10. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.