Síðdegisútvarpið

28.mars

Tæplega fimm hundruð flóttamenn frá Úkraínu er komnir hingað til lands, talsvert fleiri en gert var ráð fyrir. Fólkið þarf margvíslega þjónustu og vonast er til móttökumiðstöð verði opnuð í vikunni. Það fylgir því viss hætta óprúttnir aðilar nýti sér neyð fólks, og komi því í mansal. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra kemur til okkar og segir okkur hvaða líkur eru á slíkri hættu hér á landi.

Í gær ferðuðust matreiðslumennirnir, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, Sveinn Steinsson og Aþena Þöll ásamt framreiðslumanninum Steinari Bjarnasyni, til Herning í Danmörku til taka þátt í keppnum í matreiðslu og framreiðslu. Keppnin verður án efa mjög spennandi en matreiðlsumenn frá norðurlöndunum raða sér yfirleitt í efstu sæti alþjóðlegra keppna. Við heyrum í Þóri Erlingssyni forseta klúbbs matreiðslumeistara sem staddur er í Danmörku með íslenska hópnum og spyrjum hann út í steminguna.

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2021 er komin út. Í skýrslunni er starf eftirlitsins á árinu reifað, en í henni er meðal annars farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu. En hvað bar hæst í samkeppnismálum á Íslandi - Gunnar Páll Pálsson forstjóri kemur og segir okkur frá því.

Landgræðslan biðlar til fólks sem á land sem er framræst og í engri nýtingu gefa sig fram í þeim tilgangi endurheimta votlendi. Þeir bjóðast meira segja til styrkja slík verkefni við ræðum við Iðunni Hauksdóttur sem er ráðgjafi og verkefnisstjóri endurheimtar votlendis.

Hannes Friðbjarnarson mætir og talar við okkur um Billy Joel.

Fyrir um það bil áratug fékk höfundur Hjólabókanna, Ómar Smári Kristinsson, óstöðvandi hjólabakteríu. Það var eins og eitthvað smylli saman þegar einn góðan veðurdag Ómar fékk lánað reiðhjól hjá frænda sínum því gat Ómar sameinað heilsurækt, útivist og ferðalög. Ómar Smári sem búsettur er á Ísafirði hefur gefið út 9 bækur um hjólreiðar. Hann hefur skrifað bók um Vesturland, tvær bækur um Suðvesturhornið, tvær um Árnessýslu,Rangárvallasýslubók og eina bók um Skaftafellssýslurnar. og hann er byrjaður safna leiðum í bók um Austurland.

Birt

28. mars 2022

Aðgengilegt til

28. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.