Stefán Aðalsteinn Drengsson

Stefán Aðalsteinn Drengsson

[email protected]

Stefán Aðalsteinn Drengsson er með BA gráðu í kvikmyndagerð og -fræðum frá Háskólanum í Skövde, Svíþjóð. Eftir útskrift hefur hann unnið að ýmiss konar upptökuverkefnum, heimildarmyndum, auglýsingum og almennri þáttagerð.

Stefán hóf störf á RÚV árið 2013, samhliða meistaranámi í blaða- og fréttamennsku og er einn af upphaflegum pródúsentum Kveiks. Þar hefur hann meðal annars fjallað um vinnumansal, vændi, steranotkun og fátækt auk umfjöllunar um stórtækt svindl í endursölu bílaleigubíla. Stefán fékk blaðamannaverðlaunin 2019 fyrir umfjöllun um starfsemi Samherja í Namibíu.