Jóhann Bjarni Kolbeinsson

Jóhann Bjarni Kolbeinsson

Farsími og Signal: 864-4484

[email protected]

Jóhann Bjarni Kolbeinsson er einn af fréttamönnum Kveiks. Hann vann sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2005 til 2009 og var fréttamaður á fréttastofu RÚV frá 2011 til 2021. Jóhann Bjarni hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2012 fyrir umfjöllun um iðnaðarsalt í matvælum og kadmíum í áburði. Þá var hann tilnefndur til sömu verðlauna árið 2017 fyrir umfjöllun sína um Kópavogshælið, auk þess að vera tilnefndur til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins árið 2020 fyrir umfjöllun um verndun íslenskra hraunhella og bráðnun jökla á Íslandi. Umfjöllun Jóhanns Bjarna um málefni vistheimilisins Arnarholts árið 2020 vakti mikla athygli, sem og umfjöllun um samskipti dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á sóttvarnabrotum í Ásmundarsal. Jóhann Bjarni lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MA-prófi í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð árið 2014.

Hægt er að senda Jóhanni Bjarna ábendingar á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.