Aðalsteinn Kjartansson

Aðalsteinn Kjartansson

Aðalsteinn Kjartansson var fréttamaður í Kveik fram til ársins 2021. Hann hefur starfað sem blaðamaður síðan 2010. Fyrst á DV, síðar á fréttastofu 365 á vef, í útvarpi og sjónvarpi. Hann gekk til liðs við Reykjavík Media sem blaðamaður og einn eigenda árið 2016 til að taka þátt í afhjúpun Panamaskjalanna. Frá árinu 2016 hefur hann starfað á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Aðalsteinn hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín; var í hópi blaðamanna sem fengu Pulitzer-verðlaun fyrir Panamaskjölin, blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir Samherjaskjölin auk tilnefningar til sömu verðlauna fyrir Procar-málið. Aðalsteinn hefur einnig verið framleiðandi í vefútgáfu, svo sem í umfjöllun Kveiks um bráðnun Vatnajökuls og um mál DNB og Samherja.

Um­svif Sam­herja, á­sakanir með­eig­enda og einn stjórn­mála­maður enn
1 mín. lestur

Um­svif Sam­herja, á­sakanir með­eig­enda og einn stjórn­mála­maður enn

Kveikur skoðar hvernig Samherji teygir anga sína víða, þó hjarta alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins skuli vera á Kýpur. Þá er gerð grein fyrir ásökunum meðeigenda Samherja að útgerðinni Arcticnam, sem telja sig hafa verið rænda, og rannsókn á vegum stjórnar fiskneyslusjóðs Namibíu þar sem dregnar eru fram vísbendingar um að fyrrverandi

Lesa umfjöllun