• 00:00:48Sprenging í dvalarleyfum sérfræðinga
  • 00:10:19Vildi að saga þeirra yrði sögð
  • 00:18:06Íslensku tónlistarverðlaunin

Kastljós

Atvinnuleyfi og mansal, Morð í Dillonshúsi, Íslensku tónlistarverðlaunin

Í síðustu viku var víetnamski kaupsýslumaðurinn Quang Lé, ásamt fleirum, handtekinn í lögregluaðgerðum vegna stórfelldrar mansalsrannsóknar. Á síðasta ári fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðþekkingar samanborið við 51 árið þar á undan. Lang stærsti hópurinn fékk hins vegar dvalarleyfi sem aðstandendur sérfræðinga eða 222 einstaklingar. Árið 2022 voru þeir 89. Rætt við fulltrúa útlendinga- og vinnumálastofnunar um atvinnuleyfi og mansal.

Stærsta og eitt þekktasta morðmál Íslandssögunnar eru morðin í Dillonshúsi þar sem maður myrti eiginkonu sína og þrjú börn og svipti sig svo lífi í kjölfarið. Í samnefndri bók sem kom út fyrir stuttu segir Sigríður Dúa Goldworthy sögu móðursystur sinnar og barna fram atburðinum en einnig sögu ömmu sinnar.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í kvöld. Kastljós hitaði upp frá Hörpu og ræddi við tónlistarfólkið GDRN og Fannar Inga Friðþjófsson.

Frumsýnt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,