Kiljan

Þáttur 13 af 25

Kilja vikunnar er afar fjölbreytt. Þórarinn Eldjárn ræðir við okkur um nýjustu ljóðabók sína sem nefnist Hlustum frekar lágt og flytur kvæði úr bókinni. Steindór Jóhann Erlingsson segir frá bókinni Lífið er staður þar sem bannað er lifa. Þetta er stórmerkileg frásögn af glímu hans við þunglyndi, stóráföll og sjálfsvígshugsanir þar sem bataferlið liggur í gegnum alls kyns bókmenntir. Ágúst Borgþór Sverrisson er höfundur nóvellunnar Vektu ekki barnið - hún gerist í Reykjavík fyrir svona hálfri öld, á allt öðruvísi tíma finnst manni nú. Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð segja okkur frá bókinni VeikindaDagur, þetta er bók um frekar venjulega unglinga sem snýst upp í algjöran hrylling. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Völskuna eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og Næturheimsókn sem er safn smásagna eftir Jökul Jakobsson. Á dagskrá RÚV á miðvikudagskvöld kl. 20.05.

Frumsýnt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

10. okt. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,