Ingólfur Bjarni Sigfússon

Ingólfur Bjarni Sigfússon

Farsími og Signal: 696-9643

[email protected]

Ingólfur Bjarni Sigfússon er ritstjóri Kveiks. Áður var hann fréttamaður í Kveik frá upphafi og þar áður nýmiðlastjóri RÚV, varafréttastjóri og yfirmaður erlendra frétta. Hann hefur flutt fréttir af vettvangi frétta víðsvegar um heim og meðal annars fjallað um kosningar í Bandaríkjunum allt frá 2004. Hann var á vettvangi hryðjuverkaárásanna í Útey í Noregi 2011 og hlaut ásamt fleirum Blaðamannaverðlaunin 2015 fyrir umfjöllun sína um flóttamenn í Evrópu. Í Kveik hefur hann meðal annars fjallað um vopnaflutninga flugfélagsins Atlanta, aðstæður flóttamanna, afleiðingar steranotkunar og smálán.

Hægt er að senda Ingólfi Bjarna ábendingar á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.