Arnhildur Hálfdánardóttir

Arnhildur Hálfdánardóttir

Farsími og Signal: 846-3481

[email protected]

Arnhildur Hálfdánardóttir er einn af fréttamönnum Kveiks. Hún er með tæplega tíu ára reynslu af fréttamennsku og dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, einkum fyrir útvarp, og var lengi annar umsjónarmanna fréttaskýringaþáttarins Spegilsins. Hún hefur fjallað mikið um umhverfis- og loftslagsmál. Arnhildur lærði mannfræði í Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til verðlauna Blaðamannafélags Íslands, fyrir útvarpsþáttaraðirnar Loftslagsdæmið og Loftslagsþerapíuna og umfjöllun um loftslagsmál.

Hægt er að senda Arnhildi ábendingar á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.