16:05
Víðsjá
Myrkir músíkdagar, Blómstrandi framtíð og Mergur/rýni

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Í dag hefjast Myrkir músíkdagar, sem standa yfir fram á sunnudag. Við lítum við á æfingu fyrir upphafstónleika Myrkra hér í upphafi þáttar og hittum fyrir þær Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Báru Gísladóttur, sem báðar eiga ný hljómsveitarverk sem frumflutt verða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld. Katla Ársælsdóttir rýnir í Merg, nýtt íslenskt tón og leikverk eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, og við lítum inn í Hafnarhús þar sem Katrín Elvarsdóttir opnaði sýninguna Blómstrandi framtíð um liðna helgi. Þar mætast heimar ólíkra plantna sem allar hafa ríkulega sögu að segja.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,